GlóMotion Lífsfærni ráðgjafanám
picture 100
Á GlóMotion-lífsfærni ráðgjafanámskeiðinu öðlastu réttindi sem GlóMotion-lífsfærni ráðgjafi og færð í hendurnar velsældarumgjörð sem veitir þér sjálfsþekkingu, viðhorfsbreytingar og fullan aðgang að valdinu og viljanum sem alheimsorkan – til-veran – hefur lagt að fingrum þér.
 
Þetta er ferðalag að innsta kjarna þínum; ferðalag að viðhorfsbreytingum sem byggja á vitund, ábyrgð, tilgangi, einlægni, framgöngu, innsæi og varanlegu þakklæti í velsæld. Þetta er vegferð og vettvangur leið-andans; manneskju sem skilur vald sitt í vitund og ber fulla ábyrgð á sjálfri sér.
 
Viltu lifa til fulls og vera leið-andi í eigin lífi? Viltu taka fulla ábyrgð á eigin tilvist? Viltu breyta um viðhorf og skapa varanlega velsæld fyrir þig og aðra? Viltu læra að laða fram það besta í öðrum?
 
Innifalið í GlóMotion-lífsráðgjafanámskeiðinu er:

– 4. helgar í sal með Guðna og ráðgjafanemendum í þjálfun. Námið hefst 13. september, 2022 og fyrsta samkomuhelgi hefst 22. Október kl. 19:30 til 21:00 - 23. Október kl. 10:00 til 16:00 - 23. Október kl. 10:00 til 16:00

Hittingur með Guðna og Guðlaugu á zoom 2 í mánuði á meðan á náminu stendur.

– Ítarleg kennsla í GlóMotion-lífsráðgjöf og heilrækt

– Fullur aðgangur að netnámi lífsfærniskólans (rafrænt kennsluefni, myndbönd, fyrirlestrar, ítarefni)
 
-        13. september – Máttur athyglinnar – lífsfærniskólinn og lífsráðgjafanámið
-        08. nóvember – VakAndi með Guðna
-        10. janúar – Máttur þakklætis
-        14. mars – Máttur hjartans
-        03. maí – Máttur viljans
-        24. maí – Máttur næringar

– Bækurnar Máttur viljans, Máttur athyglinnar, Máttur hjartans, Máttur þakklætis, HeilRækt og GlóMotion HeilRæktar kennsluefnið.

– Aðgangur að tímum í Rope Yoga Setrinu
– Persónuleg ráðgjöf með Guðna 2 tímar
 
Eftir útskrift

Þegar þú útskrifast sem GlóMotion-lífsráðgjafi öðlastu rétt til að reka þína eigin lífsráðgjafaþjónustu og færð aðgang að þeim verkfærum og þekkingu sem tryggja rekstur fyrirtækis í velsæld. Réttindin veita fullan aðgang að þekkingunni sem liggur að baki GlóMotion og RopeYoga, GlóMotion™ lógóinu, nafnspjaldi, appi, tónlist, varningi til endursölu, auglýsingaefni og öðru sem er skilgreint í GlóMotion Wellness Life Coaching - réttindasamningnum.

Nánar um æfingar og heimspeki GlóMotion

GlóMotion er háþróað heilræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt, núvitund, lífsspeki og næringarsálfræði til að efla velsæld og ánægju, hreyfifærni, sveigjanleika, kjarnastyrk og úthald. Í GlóMotion miðast allar æfingar við kviðarholsvöðvana, en þeir eru kjarni og miðja þinnar velsældar. Æfingarnar byggja á athygli, öndun, virkni og hreyfanleika sem hámarkar líkamsvitund og tryggir aðgengi og samvirkni ótal vöðva líkamans.

GlóMotion er sjö skrefa umgjörð sem veitir þér stuðning á vegferð þinni til varanlegrar velsældar og sjálfskönnunnar. Þessi umgjörð eykur þína eigin heimild til velsældar; það er heimildin sem segir til um hversu mikið ljós þú vilt leyfa þér, hversu mikla velsæld þú vilt skapa þér, hversu stórar gjafir þú vilt þiggja og hversu vel þú getur notið lífsins sem viljandi skapari í vitund.

GlóMotion hvetur þig til að opinbera þig sem einstakling og hámarka afrakstur orku þinnar. Þetta er gert í sjö skrefum sem opinbera hugsanagang þinn, kæki, vana og hefðir og tengja í þér nýjan skilning sem breytir viðhorfum þínum og allri þinni tilvist. Manneskja í vitund hefur vald til að velja velsæld; í vitund geturðu valið viðbragð út frá þinni sýn og gildum, í stað þess að bregðast við út frá forsendum ótta, efa, fortíðar og skorts
 
Með því að iðka GlóMotion og tileinka þér heimspeki kerfisins færðu í hendurnar verkæri til að starfa og leiða út frá einlægri visku hjartans, frekar en út frá tvílægum forsendum hugans. Markmiðið með iðkuninni er að styrkja stöðugt þær forsendur að innblástur og ástríða sem byggja á sönnum tilgangi sé undirstaða tilvistar okkar, frekar en hvati eða skortur sem byggir á sjálfsréttlætingu og vanmætti.
 
Smemmskráning til 1. ágúst!
 
GM Lífsráðgjafi Staðgreitt Snemmskráning
650.000 kr.
Skrá mig
GM Lífsráðgjafi Staðgreitt
700.000 kr.
Skrá mig
GM Lífsráðgjafi Raðgreitt 750000
750.000 kr.
Skrá mig
GM Lífsráðgjafi staðgreitt snemmskráning lífsfærniskóla afsláttur
550.000 kr.
Skrá mig
GM Lífsráðgjafi staðgreitt lífsfærniskóla afsláttur
600.000 kr.
Skrá mig
Prenta
 
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Sunnudagur
4:00
5:00
6:00
7:00
8:00
9:00
10:00
11:00
12:00
13:00
14:00
15:00
16:00
17:00
18:00
19:00
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
6:15 - 18:45
location
Guðni Gunnarsson GM lífsfærni ráðgjafanám 14/01- 05/06 2021 
6:15 - 18:45
location
Guðni Gunnarsson GM lífsfærni ráðgjafanám 13/09 2022- 05/06 2023 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
9:00 - 16:00
location
Guðni Gunnarsson GM lífsfærni ráðgjafanám 14/01- 05/06 2021 
9:00 - 16:00
location
Guðni Gunnarsson GM lífsfærni ráðgjafanám 13/09 2022- 05/06 2023 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
9:00 - 13:00
location
Guðni Gunnarsson GM lífsfærni ráðgjafanám 14/01- 05/06 2021 
9:00 - 13:00
location
Guðni Gunnarsson GM lífsfærni ráðgjafanám 13/09 2022- 05/06 2023